Bestu tólin á vefnum til að búa til QR-merki

Í gær skrifaði ég um hvernig er best að búa QR-merki undir prent- og hönnunarvinnu. Pistillinn fékk gríðarlega góð viðbrögð og í framhaldi af því ákvað ég að fara í gegn um helstu og bestu veftólin til að vinna QR-merki og kynna þeirra helstu kosti og galla skoðaði í hvaða tilfellum þau henta helst.

Athugið að hér er bara um að ræða vefforrit, sem eru aðgengileg öllum og keyra í vafra; en ekki hefðbundin tölvuforrit, Flash-forrit eða símaforrit. Það er efni í sér pistil.

Kerem Erkan

Brot af forritinu stillt á að búa til QR-kóða sem sendir SMS

Forritarinn Kerem Erkan bjó til ágætis vefforrit til að búa til QR-merki. Þar er hægt að búa til vísanir í vefslóðir, merki til að senda SMS, merki sem hringja og merki sem innihalda vCard-upplýsingar (stafræn nafnspjöld) með mjög einföldum hætti. Forritið styður líka önnur kerfi á borð við Data Matrix, Aztec Code og Micro QR en þau kerfi eru ekki nærri því jafn öflug, þannig að haldið ykkur við hefðbundin QR-merki.

Stóri kosturinn við þetta forrit er að það styður vektora og skilar út gögnum á bæði PDF og ESP-sniði. Þetta er líklega eitt öflugasta verkfærið. –Mundu bara að stilla spássíurnar á 4.

Kaywa QR-Code Generator

Skjáskot sem sýnir Kaywa QR Code Generator

Þetta er líklega tólið sem flestir nota því það er efsta niðurstaðan hjá Google þegar maður leitar að QR Code generator. Kaywa QR-Code Generator býr ekki yfir mörgum möguleikum á borð við villuleiðréttingu og stillanlegar spássíur þó það hjálpi þér með einfaldari hluti eins og nafnspjöld og SMS.

Ef þú ætlar að nota QR-tákn í eitthvað alvöru mæli ég ekki með Kaywa, þó forritið sé ágætt til persónulegra nota.

Google Image Chart Editor

Google Chart Editor með QR-kóða opinn

Hérna er aðaltólið fyrir nördana. Google Image Chart Editor og Chart API-kerfið eru yfirleitt notuð til að birta myndrit (súlurit, skífurit og línurit) á vefnum en eitt best geymda leyndarmál þess er að það getur líka búið til QR-merki. Ef þú ert mikið í því að forrita sérlausnir eða vilt birta QR-merki á vefnum sem taka stöðugum breytingum, þá er Google Chart API ef til vill málið fyrir þig.

Helsti ókosturinn við þetta kerfi er að það tekur eingöngu við hreinum texta. En þú værir líklega ekki að nota Google Chart Editorinn nema þú sért nörd, þannig að það ætti ekki að koma að sök.

Í kerfinu smellirðu á Editor, og velur síðan QrCode í valmyndinni sem birtist. Google býður þér upp á að tengja beint í táknin sem þú býrð til þannig að þú þarft ekki einu sinni að hafa fyrir því að keyra þitt eigið kerfi til að sýna QT-tákn á vefsíðunni þinni.

QRstuff.com

Kerfið sem QRstuff.com býður upp á, með hreinum texta

QRstuff.com býður upp á gott og einfalt kerfi til að vinna QR-merki með alls kyns upplýsingar; allt frá vefslóðum og atburðum yfir í aðgangsupplýsingar fyrir þráðlaus net. Forritið býður þér meira að lita kóðann og allskyns prentstillingar. –Hver vill ekki kaffikönnu með sínu eigin QR-merki?

Kerfið býður samt ekki upp á stillingar á borð við stillanlega villuleiðréttingu og spássíur en það ætti ekki endilega að koma að sök því QRstuff.com er sniðugt fyrir þá sem nennna ekki að spá mikið í tæknihliðinni en vilja öflugt verkfæri til að vinna með QR-merki.

Að lokum

Flest þessi kerfi eru misjöfn að gæðum og hafa mismunandi tilgang. Notaðu því það sem þér hentar best. Kerfið hans Kerem Erkan ætti að ganga í flest verk, QRstuff.com býður upp á flesta möguleika og Google Chart Editor/API er líklega besta lausnin fyrir forritara.

Hvaða kerfi notar þú? Hefurðu spurningar? –Tjáðu þig í athugasemdakerfinu.

Auglýsingar

,

 1. #1 by Rosastef on 27. apríl 2011 - 09:39

  Ég hef einmitt verið að nota Kerem Erkan og mæli með þeirri síðu :)

 2. #2 by Arnór Bogason on 2. maí 2011 - 11:49

  Mér finnst Google API dæmið ansi sniðugt þar sem auðvelt er að setja variable inn í API án mikillar fyrirhafnar. Þá væri t.d. hægt að gera lista af linkum þar sem QR-kóði fylgir hverjum link.

  Ég var að pæla í að gera smá tilraun með þetta í WordPress, læt þig vita með árangurinn.

  • #3 by Stefán Vignir on 2. maí 2011 - 12:15

   Það eru endalausir möguleikar fyrir þetta á vefnum t.d. með þvi að nota API frá Google. Já.is gæti t.d. verið með vísun í vCard-skrá eða vísað beint í símanúmer phone-to forskeytinu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 • Hæ, hvað segirðu?

  Þetta er vísir að vettvangi fyrir pælingar mínar um vefheima hvort sem það tengist hönnun eða forritun. Efnið á að vera gagnlegt, aðgengilegt og vonandi skemmtilegt.
 • Skrifaðu tölvupóstfangið þitt til að fá nýjustu færslurnar sendar í tölvupósti og leið og þær koma.

  Gakktu í lið með 2 áskrifendum

 • Tékkaðu á Shopify