Áhugavert efni um QR og tvívíð strikamerki

Það er til fullt af efni um QR-merki á vefnum. Vandamálið er hins vegar að flestar færslurnar, sérstaklega þær íslensku fjalla einungis í örstuttu máli um hvað QR-merki eru og hvernig þau virka. Ég ákvað að fleyta rjómanum af þessu, sérstaklega til að sýna að QR-merki eru til margs annars brúkleg en að vísa í vefsíður í blaðaauglýsingum.

Íslenskt efni

Ingi Gauti um greiðslumiðlun

Skjáskot af bloggfærlsu Inga Gauta

Áhugaverðar pælingar um hvernig væri hægt að nota QR-kóða við greiðslumiðlun t.d. fyrir líknarfélög og hljómsveitir með samtengingu við heimabanka.

Morgunblaðið og Síminn

Skjáskot af frétt mbl.is um QR-herferð Símans

Mbl.is fjallar um markaðsátak Símans með QR-táknum í Morgunblaðinu 9. mars síðastliðinn. Viðbrögðin voru framar vonum og þúsundir skönnuðu QR-táknin sem voru um allt blaðið. Þetta er áhugaverð byrjun á einhverju sem gæti orðið stórt á Íslandi. Bylting?

Erlent efni

Gerðu fallegt QR

Skjáskot af færslu Mashable um fallega QR-kóða

QR-tákn þurfa ekki að vera ljót eða fyrir þér. Lærðu að gera falleg og aðaðandi QR-tákn, fáðu hugmyndir og láttu sköpunargáfuna ráða. Hér er Mashable með ágætis grein um hvernig sköpunargáfan getur hjálpað þér með að gera QR-merki fallegri.

QRStuff.com um hvaða stærð hentar best

Skjáskot af færslu QRStuff.com

Hér er frábær grein frá QRStuff um hvernig best er að reikna út hentugar stærðir á QR-merki. Meira að segja hentug formúla sem er einfalt að muna.

Vefur Denso Wave

Skjáskot af vefsíðu Denso

Japanska fyrirtækið Denso Wave fann upp og þróaði QR-kóðann árið 1994. Vefurinn þeirra fullur af áhugaverðum tæknilegum upplýsingum um QR-kóða, helstu kosti, hvernig þeir virka og hvernig á að fara með þá. Ef einhverjum er treystandi til að koma fram með réttar upplýsingar um QR, þá eru það þeir.

Hópurinn QR code Art á Flickr

Skjáskot af Flickr-hópnum

Vantar þig hugmyndir um hvernig hægt er að nota QR-tákn í þinni hönnun? Hér er Flickr-hópur með alls kyns myndum af QR-merkjum notuðum í myndlist og hönnun. Skoðaðu líka Flickr-notendur á borð við QRiousCODE og Neil Nathanson sem eru með flotta hönnun og frábærar hugmyndir.

British Airways með innritunarseðla í símanum

Skjáskot af vefsíðu BA

Þó tvívíð strikamerki sjáist yfirleitt á prenti eru þau líklega uphafið af pappírslausum viðskiptum. BA býður viðskiptavinum sínum upp á skemmtilega nýjung sem felst í þar til gerðu símaforriti fyrir iPhone, Android og BlackBerry sem kemur í staðinn fyrir prentaðan innritunarseðil.

Þeirra lausn felst í því að sýna tvívíð strikamerki sem kallast Aztec Code og eru skönnuð af starfsmönnum BA með svipuðum hætti og aðrir innritunarseðlar. Þar sem þetta er símaforrit en ekki veflausn þartu ekki að hafa áhyggjur af því að komast ekki á netið eða af því að týna seðlinum þínum.

Að lokum

Þetta verður líklega síðasti QR-pistillinn í bili, þannig að endilega látið vita af áhugaverðu efni um QR-tákn í athugasemdakerfinu eða um sniðuga hluti sem QR-tákn hafa eða geta verið notuð í á Íslandi.

Auglýsingar

, , , ,

  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

  • Hæ, hvað segirðu?

    Þetta er vísir að vettvangi fyrir pælingar mínar um vefheima hvort sem það tengist hönnun eða forritun. Efnið á að vera gagnlegt, aðgengilegt og vonandi skemmtilegt.
  • Skrifaðu tölvupóstfangið þitt til að fá nýjustu færslurnar sendar í tölvupósti og leið og þær koma.

    Gakktu í lið með 2 áskrifendum

  • Tékkaðu á Shopify