Flott myndskeið með sniðugum hugmyndum

QR-merki þurfa ekki að vera gagnslaus og ljót strikarmerki. Hér eru nokkur myndskeið, flest þeirra sniðugar hugmyndir sem væri gaman að vinna með.

Rocketboom Tech um QR-merki


QR-merki eru komin á flug í New York. Hér eru góð dæmi um hvernig QR-merki falla inn í borgarumhverfið í New York og hvernig þau eru notuð í auglýsingar, hvort sem það er fyrir fataverslanir, einyrkja eða blogg.

Blöðrur á forsíðu New York Times Magazine


Þú þarft ekkert alltaf að prenta QR-merki. Forsíðumynd 10 ára afmælisútgáfu New York Times Magazine var af QR-merki sem var búið til úr heilum helling af blöðrum. Er nokkuð vitlaust að stensla auðan húsgafl með flottu QR-merki eða raða upp veggflísum?

QR-merki úr legói


Hér er skemmtileg umfjöllum þar sem QR-merki byggð úr legókubbum og eru notuð í markaðsherferð fyrir þýska vefverslun sem sérhæfir sig í leikföngum. Ekki bara það að merkin kubbuð, heldur eru þau listaverk í sjálfu sér.

N-byggingin


Japanir voru fyrstir til að nota QR-merki, og ekki bara til að halda utan um lagera heldur líka í sniðuga og artí hluti. Árið 2009 fékk byggingin, sem er með framhlið úr gleri QR-merki sem vísar í sniðugt iPhone-forrit sem notar myndavélina og flotta grafík til að skreyta húsið gagnvirkt. Hver ætlar að gera þetta við Turninn í Kópavogi, Austurstræti 17 eða ljótu tengibygginguna við Hótel Borg?

Gagnvirkt nafnspjald


Margir nota QR-merki á nafnspjöldunum sínum til að vísa í hreinar persónuupplýsingar sem komast ekki fyrir á spjaldinu sjálfur (næstu nafnspjöld frá mér verða einmitt þannig), en það er hægt að gera ýmislegt fleira með QR-tákn á nafnspjöldum. Vísun í YouTube er ekki svo galin hugmynd, sérstaklega fyrir grafíska hönnuði og listamenn.

Auglýsingar

, , ,

  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

  • Hæ, hvað segirðu?

    Þetta er vísir að vettvangi fyrir pælingar mínar um vefheima hvort sem það tengist hönnun eða forritun. Efnið á að vera gagnlegt, aðgengilegt og vonandi skemmtilegt.
  • Skrifaðu tölvupóstfangið þitt til að fá nýjustu færslurnar sendar í tölvupósti og leið og þær koma.

    Gakktu í lið með 2 áskrifendum

  • Tékkaðu á Shopify