DataMarket dömpar Flash

Á föstudaginn birtist áhugaverð færsla frá DataMarket á Twitter. „Flash, you’re dead to us now!“. Þeim tókst nefnilega að skipta Flash út fyrir kerfi sem þeir unnu úr frjálsu og opnu kerfi sem heitir Protovis. Þetta þýðir að í staðinn fyrir að reiða sig á lokað og óaðgengilegt kerfi eru þeir farnir að nota alvöru vefstaðla til að sýna flottar tölfræðiupplýsingar.

Ming úr Flash Gordon hatar Flash.

Fyrir það fyrsta verður ekkert mál fyrir þá sem nota t.d. iPad og iPhone að skoða gögnin frá þeim og í annan stað ætti nýja kerfið að auðvelda þeim þróun, því áður voru þeir ekki bara að nota Flash heldur lokað kerfi frá þriðja aðila sem var ekkert sérlega þjált, þannig að núna munu þeir fá aukið frelsi til að gera það sem þeim lystir.

Þeir ná meira að segja að redda sér fram hjá SVG-stuðningnum í Internet Explorer (fyrir utan níuna, því hún styður SVG) með því að breyta gögnunum yfir í VML. –Vel gert DataMarket!

Er ekki best að vona að þetta verði fyrsta skrefið í þá átt að því að íslensk fyrirtæki noti  vefstaðla á borð við SVG og WebM þegar kemur að framsetningu á gögnum, hljóði og mynd? Verður RÚV kannski næst?

Frekari lestur

Bloggfærsla DataMarket.

Auglýsingar

, , , ,

  1. #1 by ingvarkind on 30. apríl 2011 - 15:32

    Þetta er að byrja, ég sagði fyrir nokkrum árum að Flash yrði dautt innan 10 ára… mun rætast!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

  • Hæ, hvað segirðu?

    Þetta er vísir að vettvangi fyrir pælingar mínar um vefheima hvort sem það tengist hönnun eða forritun. Efnið á að vera gagnlegt, aðgengilegt og vonandi skemmtilegt.
  • Skrifaðu tölvupóstfangið þitt til að fá nýjustu færslurnar sendar í tölvupósti og leið og þær koma.

    Gakktu í lið með 2 áskrifendum

  • Tékkaðu á Shopify