Trackback er sniðugt. Notum það.

Trackback-skeyti virka þannig í grunninn að ef einver skrifar bloggfærslu eða frétt sem vitnar í aðra, þá kemur það fram í þeirri færslu, ekki ósvipað því þegar Mbl.is leyfir Moggabloggurum að tengja sínar bloggfærslur við fréttir. Kosturinn sem Trackback hefur hins vegar fram yfir aðferðina sem mbl.is notar er sá að það virkar á milli vefja. Þannig geta kerfi sem keyra á mismunandi stöðum og notað mismunandi veflausnir talað saman.

Dæmi 1

Bloggari 1 skrifar færslu sem fær góða athygli og málefnalega umræðu. Bloggari 2 sér færsluna og langar til að skrifa athugasemd sem er frekar löng og hentar þess vegna betur sem sér færsla. Hann skrifar þess vegna færslu á sitt blogg og bloggkerfið hans sendir trackback-skeyti til bloggara 1, sem birtir vísun í svarið rétt eins og hverja aðra athugasemd. Bloggari 1 fær því málefnalegt og gott svar á meðan Bloggari 2 á möguleika á að fá fleiri lesendur.

Dæmi 2

Fréttavefur býður notendum að skrifa bloggfærslur tengdar fréttum með því að bjóða þeim upp á að senda trackback-skeyti. Þannig þarf fréttavefurinn ekki að reka sitt eigið bloggkrefi til að tengja blogg við fréttir og getur tekið við færslum hvaðan sem er á Vefnum.

Hugbúnaður sem styður Trackback

WordPress, Drupal og ExpressionEngine styðja trackback nú þegar. Að auki eru til forritunar-libbar til að styðja trackback fyrir helstu bakendamálin sem eru í notkun á vefnum, þ.e.a.s. PHP og Python/Django (og það er örugglega eitthvað til fyrir ASP.net) þannig að þó að fréttavefir eða blogg styðja ekki trackback í dag ætti að vera lítið mál að bæta því við.
Eyjan og Vísir reka bloggkerfi sem styðja Trackback að vissu marki, þannig að það er í rauninni lítið sem þarf þar til að fá þetta í gang.

Tengt efni

Að lokum

Íslenskir vefir, sér í lagi bloggkerfin eru töluvert aflokaðir og vinna talsvert í sitt hvoru horninu. Trackback er eitthvað sem getur gefið íslenska bloggsamfélaginu smá líf með því að tengja saman ólíkt fólk og fólkið sjálft við fréttirnar. Enn fremur gæti þetta nýst vel í almannatengslum þar sem fyrirtæki og opinberar persónur geta svarað fyrir fréttir um sig með mjög einföldum hætti.

Auglýsingar

,

  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

  • Hæ, hvað segirðu?

    Þetta er vísir að vettvangi fyrir pælingar mínar um vefheima hvort sem það tengist hönnun eða forritun. Efnið á að vera gagnlegt, aðgengilegt og vonandi skemmtilegt.
  • Skrifaðu tölvupóstfangið þitt til að fá nýjustu færslurnar sendar í tölvupósti og leið og þær koma.

    Gakktu í lið með 2 áskrifendum

  • Tékkaðu á Shopify