Shopify-hönnunin mín er nánast komin í loftið

Þá er maður [vonandi] loksins búinn með Shopify-þemuna sem ég hef verið að vinna í með smá pásum síðan í haust. Aðalhvatinn til að klára verkið var áskriftin að myndasafninu 123RF sem ég fékk í verðlaun frá vefhönnunar-blogginu Onextrapixel. Þannig gat ég sett inn fullt af skemmtilegum feik vörumyndum án þess að hella mér út í gríðarlegan kostnað og fékk fallegri prufubúð en annars.

Hvernig lítur þetta svo út?

Skjáskot af stakri vöru í Kænda Girly

Eins og sjá má á myndunum hér að ofan þá er svarið einfalt: Bleikt og pæjulegt; A.m.k. er sjálfgefna útlitið það. Markhópurinn er nefnilega allskyns pæjubúðir þó það sé vissulega hægt að breyta því með nokkrum músarsmellum.

Sniðugir fítusar

Ég laumaði ansi sniðugum fítusum inn í þemuna. T.d. inniheldur þeman mjög sveigjanlega hliðarstiku sem getur innihaldið allt að 5 módúlur fyrir hluti á borð við leit, körfu og Facebook-likebox. Eitt af því sniðugasta samt er að það er hægt að breyta öllum litasamsetningum; þ.m.t. í grafík með mjög einföldum hætti í gegn um stjórnborðið. –Bleika grafíkin getur þannig verið t.d. blá eða svört með því að ýta á nokkra takka.

Ég hugsaði um tengingar við samfélagsmiðla á borð við Facebook, Twitter og nú síðast Google +1 en við hverja vöru geta verið viðeigandi hnappar og hliðarstikan getur innihaldið gögn frá samfélagsmiðlum líka en líklega verður þetta fyrsta þeman með stuðningi við Google +1 frá upphafi. (Já og það var vesen að láta alla takkana falla inn í 960px griddið, en það hafðist að lokum.)

Og án þess að ég sé að skrifa einhverja langa ritgerð um fleiri möguleika, þá er ég með nokkra listaða hér að auki:

 • jQuery-hringekja á forsíðu
 • Mismunandi borðar við myndir fyrir mismunandi tilefni merktir featured, sale, staff pick o.s.frv.
 • Athugasemdir í bloggkerfinu geta farið í gegn um Facebook.
 • 3 mismunandi útlit á aðalvalmynd. (Fjórða útlitið er í vinnslu)
 • iPad-væn hönnun. Tæki með snertiskjái lenda ekki í veseni, því það er gert ráð fyrir þeim við hönnunina.
 • Ekkert JavaScript, ekkert mál. Þeman er nothæf án þess að kveikt sé á JavaScript (nema hringekjan á forsíðunni). Sem ætti t.d. að betrumbæta aðgengi fyrir þá sem eru með vafra á borð við Opera Mini eða vilja setja öryggið á oddinn.

Hönnunarferlið

Ferlið byrjaði í haust þegar ég var svo til nýbúinn að kynnast Shopify í fyrsta skipti eftir að hafa leitað að sniðugri verslunarlausn fyrir ákveðinn kúnna en síðar lagði ég fyrstu drög að hönnuninni sem litu einhvern veginn svona út:

(Ég þurfti að klippa vörumyndirnar út því ég hafði því miður ekki rétt á að nota þær.)

Hönnunin sem ég byrjaði á var í rauninni þónokkuð öðruvísi en það sem ég endaði með; aðrar leturgerðir og svo var ég í vandræðum með að láta vörumyndirnar passa inn í gridið þó litasamsetningin sé svipuð. En ég er sjálfur mjög ánægður með niðurstöðuna.

Hvar fær maður svo þemuna?

Þetta er meira spurning um hvenær. Þegar gæðaeftirlitið hjá Shopify verður búið að fara yfir þemuna verður hún fáanleg á slóðinni http://themes.shopify.com/themes/kaenda-girly en það getur tekið allt upp í tvær vikur fyrir hana að birtast. En Shopify býður upp á mjög sveigjanlegan reynsluakstur og í þokkabót er ekkert mál að nota Shopify á Íslandi með því að taka við greiðslum í gegn um greiðslugátt Valitor.

Að lokum

Núna velti ég fyrir mér hvað ég get rukkað fyrir þetta miðað við aðrar þemur sem eru seldar í gegn um Shopify. Ég skellti $120 á hana en er að velta því fyrir mér hvort ég ætti að bjóða upp á lægra verð í upphafi, t.d. $80 eða $100. Hvað finnst ykkur, kæru lesendur?

Auglýsingar

, , ,

 1. #1 by hildigunnur on 5. júní 2011 - 10:35

  Mjög töff! Veit ekki með verðhugmyndir er ekkert inni í því dæmi.

 2. #2 by Rakel on 5. júní 2011 - 19:56

  Ég vil fá svona síðu….

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

 • Hæ, hvað segirðu?

  Þetta er vísir að vettvangi fyrir pælingar mínar um vefheima hvort sem það tengist hönnun eða forritun. Efnið á að vera gagnlegt, aðgengilegt og vonandi skemmtilegt.
 • Skrifaðu tölvupóstfangið þitt til að fá nýjustu færslurnar sendar í tölvupósti og leið og þær koma.

  Gakktu í lið með 2 áskrifendum

 • Tékkaðu á Shopify