Shopify ♥ ISK

Yfirleitt sökkar það frekar mikið að nota erlendar hugbúnaðarlausnir í viðskiptum á Íslandi. Það eru oft einhverjar sérrelgur sem þarf að fara eftir, stundum er hugbúnaðurinn of Ameríku- eða ESB-væddur og stundum er bara blessuð krónan að þvælast fyrir. Ég reyndi t.d. að aðlaga kassakerfið Checkout að íslenskum aðstæðum fyrir nokkrum árum síðan og það gekk ekki upp, m.a. út af séríslenskum reglugerðum.

Kænda Girly þeman sem ég þróaði fyrir Shopify-kerfið var t.d. ekkert þróuð neitt sérstaklega með íslenska viðskiptavini í huga. Enda var ég aðallega að spá í að fá gjaldeyristekjur í gegn um verkefnið en svo rak ég augun í nýjan fítus þegar ég var að eiga við greiðslugáttir í síðustu viku til að PayPal-væða þemuna.

Það sem ég spottaði var að Valitor getur núna tekið við greiðslum í gegn um Shopify í krónum. Þetta þýðir að núna er ekkert mál að smella saman vefverslun með ódýrum og einföldum hætti og byrja að selja vörur. Zolon þurfa að fara að passa sig.

P.s. Mundu bara að prenta alla reikninga út í bókhaldskerfum sem standast reglugerð nr. 598/1999 og eru vottuð að Ríkisskattstjóra, þökk sé séríslenska reglugerðaruglinu. ಠ_ಠ

Auglýsingar

, , , , , ,

  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

  • Hæ, hvað segirðu?

    Þetta er vísir að vettvangi fyrir pælingar mínar um vefheima hvort sem það tengist hönnun eða forritun. Efnið á að vera gagnlegt, aðgengilegt og vonandi skemmtilegt.
  • Skrifaðu tölvupóstfangið þitt til að fá nýjustu færslurnar sendar í tölvupósti og leið og þær koma.

    Gakktu í lið með 2 áskrifendum

  • Tékkaðu á Shopify