Hver sem er getur smíðað byssu

Núna er mikið í fréttum verkefni sem er búið að vera í bígerð töluvert lengi og það er þrívíddarprentaða Liberator-byssan. Það er frekar áhugavert að horfa upp á fólk úr ákveðnum öngum samfélagsins nýta þetta sem tækifæri til að tala bæði beint og óbeint fyrir auknu eftirliti sem almenningur gerir á netinu.

Afstaða þeirra er í grunninn til sú að ef hver sem er getur smíðað sín eigin skotvopn og framleitt sitt eigið eintak heima í stofu, þá er það eitthvað sem þarf að stöðva og það strax. Verst að þessi afstaða er kolröng.

Hvað erum við að tala um hérna?

Í þessu tilfelli er um að ræða þrívíddarteikningu af skotvopni sem hver sem er getur sótt og deilt með öðrum. Þessa teikningu er síðan hægt að prenta út, hafi maður réttu verkfærin og efnið til þess. –Og slíkt er ekki eitthvað sem maður fær í Verkfæralagernum eða Húsasmiðjunni.

Vélin sem Defense Distributed, hönnuðir Liberator-byssunnar notuðu til að framleiða fyrsta eintakið sem skotið var af opinberlega er af gerðinni Stratasys Dimension. Slíka græju er hægt að fá á 7.900 dollara á eBay, eða ca. 1.500.000 kr. með íslenskum virðisaukaskatti og fragtkostnaði. –Þetta er þar af leiðandi ekki beinlínis á færi hvers sem er.

Og jú, það er hægt að nálgast og setja saman ódýrari tæki en þetta. Til dæmis er frekar lítið mál fyrir laghent fólk að setja saman RepRap þrívíddarprentara. Hann getur meira að segja prentað út sína eigin íhluti, og marga þá sem ekki er hægt að beinlínis prenta út er hægt að nálgast úr tækjum á borð við gamla skrifstofuprentara. –En það þarf mikla nákvæmni til að smíða slíkt tæki og heimagerðir þrívíddarpentarar (sem og margir aðrir sem eru til sölu í dag) gefa af sér afurðir sem ekki er hægt að nota í hluti á borð við skotvopn.

Aðeins hægt að skjóta einu sinni af

Þar sem Liberator-byssan er úr plasti er hún ekkert sérlega harðgerð. Og hún er það léleg sem skotvopn að það er eingöngu hægt að skjóta af henni einu sinni áður en hún er ónýt. En plastið hefur þó þann kost að auðveldara er að lauma henni með sér í gegn um málmleitartæki. –En hún er samt sem áður voðalegt drasl.

Liberator-byssan hefur ekki breytt þeirri staðreynd að hver sem hefur til þess þekkingu, verkfæri og aðstöðu getur smíðað banvæn vopn, meira að segja skotvopn. Gögnin sem Liberator-byssan er smíðuð eftir eru ekkert öðruvísi en hver önnur teikning sem hver sem er getur farið eftir hafi hann til þess verkfæri og þekkingu.

Þetta er einmitt galdurinn á bak við þekktasta skotvopn í heimi, sovéska árásarriffilinn AK-47. Hver sem hefur til þess þekkingu og aðstöðu getur smíðað eina slíka heima í bílskúr. Meira að segja úr gamalli skóflu. Teikningarnar er hægt að nálgast víða. AK-47 er hægt að fjöldaframleiða úr ódýru og lélegu hráefni og það er líklega stærsta ástæðan fyrir því að hann hefur nánast sigrað heiminn.

Ekkert kemur í veg fyrir þekkingu

Dæmið um AK-47, sem mætti segja að sé open source rétt eins og Liberator sýnir að upplýsingar um smíði hættulegra vopna geti vel dreift sér um allan heim, án þess að neitt Internet komi þar við sögu. Vilji er allt sem þarf til að gera annarlega hluti og vilji menn nálgast vopn, fíkniefni eða hvaðeina sem þeim dettur í hug er það vel hægt og ef menn ætla að ná tökum á því með ritskoðun mun það ekki hafa nein áhrif á eftirspurnina.

Með áhuga og þekkingu er hægt að kynna sér smíða hvað sem er með því að kíkja á Vefinn eða hreinlega á næsta bókasafn. Þar er lítið mál að nálgast upplýsingar um byssusmíðihvernig best sé að fremja morðupplýsingar um smíði gereyðingarvopna og svo fram eftir götunum. –Og ef eitthvað er óskynsamlegt í því samhengi, þá er það að koma í veg fyrir að þekkingin komist áleiðis eða sé til staðar með ritskoðun og banni, því það er hreinlega ekki hægt. –Fari efni á netið verður það líklega þar um eilífð og það er ekkert sem kemur í veg fyrir það, hvað sem það heitir.

Auglýsingar
  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

  • Hæ, hvað segirðu?

    Þetta er vísir að vettvangi fyrir pælingar mínar um vefheima hvort sem það tengist hönnun eða forritun. Efnið á að vera gagnlegt, aðgengilegt og vonandi skemmtilegt.
  • Skrifaðu tölvupóstfangið þitt til að fá nýjustu færslurnar sendar í tölvupósti og leið og þær koma.

    Gakktu í lið með 2 áskrifendum

  • Tékkaðu á Shopify